Niðurstöður stjórnlagaþings.

Nú líður að kosningu til stjórnlagaþings.Frambjóðendur hafa tjáð sig um,hvað þeir vildu breyta og bæta,á núgildandi stjórnarskrá.

En hvað á svo gera við niðurstöður þingsins?Því hefur verið haldið fram af sumum,að niðurstöður stjórnlagaþings,skulu fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Þetta er skiljanleg tillaga,þar sem að það er hætta á að alþingismenn,verði ekki sáttir við niðurstöðurnar.Sérstaklega eru breytingar,sem kynni að vera um stjórnskipan landsins.

Þá á ég við t.d.Aðskilnað löggjafarvald og framkvæmdavalds.-Að ráðherrar sitji ekki á Alþingi.-Að forsætiráðherra skipi ráðherra eftir faglegum grunni.-Persónukjör.-Forsetavald-Þjóðaratkvæðisgreiðslu.-Tímamörkun um setu á Alþingi.- Lágmarkfylgi þjóðar til afsölun á stjórn landsins -o.fl.

Þarna hef ég talið upp atriði,þó hér sé ekki tæmandi.

En þarna er lagðar fram niðurstöður,sem eru til höfuðs sjálfum alþingismönnunum.Þarna er jafnvel gert ráð fyrir að viðkomandi fari af þingi strax vegna tímamarka um setu,Þarna eru gerðar tillögur um að flokkræði verði afnumið.

Nei ég er viss um að niðurstöður stjórnlagaþings fara aldrei í gegnum Alþingi,nema með miklum breytingum frá þingmönnum,sem koma til að þynna kröfurnar um breytingar,sem þjóðin krefst, að engu.

Þó að ég ætli að kjósa,er ég viss að niðurstöður stjórnlagaþings fari í skúffu Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er líka hræddastur við að Alþingi eyðileggi þetta tækifæri og taki það frá þjóðinni. En það er nauðsynlegt að reyna. Þess vegna ættu allir að kjósa.

Sumarliði Einar Daðason, 25.11.2010 kl. 23:11

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Eg hef alltaf haft lúmskan grun um að þetta se gert til að friða þjóðina en síðan

gera Þeir mafíumenn á þingi nákvæmlega það sem þeir vilja- þí miður.

kv.

Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.11.2010 kl. 12:16

3 Smámynd: Snorri Gestsson

Ingvi, það er ákveðinn ferill  farinn á stað, hef það mikla trú á landanum, að þessi vegferð verði til góðs, ef ekki, mun fjórfl. eiga erfitt í næstu kosningum.

Snorri Gestsson, 26.11.2010 kl. 16:58

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Kristbjörg Þórisdóttir hefur greint frá því,að í stjórnarskránni virðast vera ýmsar leiðir,sem niðurstöður stjórnlagaþingsins.Kann ég henni þakkir fyrir.

Sjá blogg um"Lokaorðið hjá kjósendum segir Forseti Íslands.

Ingvi Rúnar Einarsson, 26.11.2010 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband