Spurning um meðafla.

 Af hverju er ekki tekið tillit til meðafla.Við grásleppuveiðar og aðrar veiðar hefur komið í ljós að ekki er óalgengt að skötuselur kemur í veiðafærið.

 Með nýju reglugerðinni er ætlast til að þeir sem stunda áðurgreindar veiðar,skyldaðir að leiga sér kvóta fyrirfram.Ef þeir gera það ekki,er hætt á því,að frákast eða skötuselur fer framhjá vigt.

Af hverju er þeim ekki gert fært,að fara  með skötusel kemur sem meðafli á fiskmarkað,þannig að þeir greiði leigugjald við sölu aflans.


mbl.is 500 tonna skötuselskvóta úthlutað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Einn stærsti galli á fiskveiðikerfinu er leigumarkaður.Margir útgerðarmenn hafa gert út á leigukvóti. Í raun skilur enginn hvernig það er hægt miðað við leiguverð og söluverð á aflanum.

En svo er áhveðinn hluti útgerðarmanna,sem gera út á ákveðna tegund fiskjar,en þeir fá aðrar tegundir sem meðafla.Þessum meðafla þarf að ráðstafa en hvernig:Sjálfsagt er mikið um frákast,en sumir koma með aflann að landi,en þá verða þeir að leggja hann fram sem Hafró-afli eða leiga kvóta fyrir aflann.En þá verða þeir að leita til þeirra,sem eru handhafar kvótans um að fá leigt fyrir lönduðum afla.Fiskistofa gefur þeim smátíma til að leiga sér kvóta,annars er hætt að því,að þeir missi veiðleyfi.Vegna þessara aðstæðna gera þeir tilboð í leigukvóta,sem leiðir til hækkannir á kvótanum.

 Ég var að vona að sjávarútvegsmálaráðherra gerði breytingu hér um.Hann gerði sjómönnum að koma með allan meðafla að landi og setti hann á markað,þar sem að þeir borguðu fast leiguverð til ríkisins af söluverði aflans og fiskmarkaðirnir sæi um uppgerð til ríkisins.Það mætti hugsa sér í stað fast verð,yrði hér ákveðið hlutfall af söluverði.

Þessi aðgerð myndi koma í veg fyrir frákast eða að afli færi framhjá vigt.

Ingvi Rúnar Einarsson, 1.4.2010 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband