Snör viðbrögð.

Ég er ánægður og stoltur,hvað brugðist er skjótt við.

Össur hefur fengið nokkur prik,í prikabókina.Ekki veitti honum af,eftir að hafa misst margar blaðsíður úr.Þarna kemur í ljós,að hann betur staddur heima,en að vera í Indlandi.

Við Íslendingar megum vera stoltir af björgunarliðinu,sem og allri starfsemi björgunarsveitanna hér á landi,sem eru alltaf tilbúnir að veita aðstoð,hvernig sem aðstæður eru.

Við óskum þeim góðs gengi,og megi allir góðir vættir vernda þá,við þau hættulegu störf,sem þeir eru að ráðast í.


mbl.is Lögð af stað til Haíti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Karlsson

Eg tek undir með þér að við Íslendingar megum vera stoltir af björgunarliðinu,sem og allri starfsemi björgunarsveitanna.Ég skil ekki þessa prikagjöf  til Össurar því þeir hefðu jafnt farið til hjálparstarfa til Haíti burt séð hvar Össur er staddur á jarðarkringlunni

Eggert Karlsson, 13.1.2010 kl. 16:39

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka innlitið.Ég er sammála þér,að ekkert hefði stöðvað strákanna,að fara.

En ég tel að Össur hafi kannske flýtt fyrir aðgerðinni.En hitt er alveg óþarfi hjá honum,að vera staglast á því,að þetta kosti 20-30 milljónir.Við vitum það,að kostnaður,er ekki spurniing þegar mikið liggur við.Eitt mannslíf sem er bjargað er verðmeira en einhverjar milljónir.

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.1.2010 kl. 22:05

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi.

Ég er sammála þér með staglið í Össuri. Sem skattgreiðenda, finnst mér sjálfsagt að borga þessa peninga til að hjálpa nauðstöddu fólki. Raunar finnst mér það skylda okkar, þetta eru jú meðbræður okkar og systur, þótt þau búi langt í burtu.

Það er einnig rétt hjá þér, að full ástæða er til að vera stoltur af björgunarsveitamönnunum, sumir hafa nú fengið fálkaorðu fyrir minni afrek.

Jón Ríkharðsson, 15.1.2010 kl. 09:23

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll aftur.Ég er þess fullviss að þeir mundu hafna fálkaorðunni,líkt og þeir gera, er þeir fara upp í öræfi,í leit að týndu fólki,eða til bjargar.

Viðurkenning sú,sem þeir mundu fagna,er að þjóðin fari þess á leit við yfirvöld,bankana og alla þá,sem láta þeirra starfsemi til sín taka,aðstoði við að fjármagna tæki og bækistöðvar,s.b.bækistöðina á Selfossi og fleiri bækistöðvar um allt land.

Fálkaorðan er bara fyrir gamalt fólk,sem hefur mætt í vinnuna sína.

Ingvi Rúnar Einarsson, 16.1.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband