Skattar og meiri skattar

Nauðsynlega að hækka skatta.segir Steingrímur.

Á síðasta ári,var ákveðið að hækka gjöld á áfengi tóbaki og bensín o.fl.Hver er ávinningur ríkisins af þeim verknaði.Samkvæmt útreikningi kemur fram að vegna minnkandi neysla,hefur ekkert meira fjármagn komið inn í ríkiskassinn.

Það eina sem,hefur breyst er að vísitala neysluverðs,hefur hækkað,sem eykur verðbólgu og hefur einungis orðið til hækka lán þeirra,sem þegar er að sligast undan greiðslu þeirra.

Nú um áramót hækkar öll þjónustugjöld,sem og aftur skal hækka verð á áðurnefndum vörum,sem og öðrum,og en hækkar verðbólgan,og en hækka lánin.Við hækkun á sköttum einkahlutafélagi er brugðist við með því,að breyta einkahlutafélögum yfir sameignafélög,til að losna við álögur.

Því má spyrja Steingrím: Finnur þú engin ráð,sem virka án þess,án þessa að skjóta þig í fótinn.Hvað er með að auka við þorskkvótann t.d.


mbl.is Nauðsynlegt að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi og þakka þér innlitið og góða athugasemd á síðunni minni, ég var að enda við að læra á athugasemdakerfið hjá mér, ég er ennþá rennblautur á bak við eyrun í bloggheimum.

Þetta með að auka þorskkvótann er prýðishugmynd, en það hlustar því miður enginn á það. Við megum stundum veiða 30-40 tonn í túr af þorski, 50-60 tonn af karfa og restina af ufsa. Þú þekkir ufsann, hann er hrekkjóttur með afbrigðum helvítið á honum, en það virðist vera erfitt að ná honum. Yfirleitt gengur betur að ná karfanum, það er ekkert mál í birtutíðinni.Við erum mest suður á Fjöllunum. En þorskurinn fyrir vestan oft þarf ekki nema eitt til þrjú höl til að ná þorskinum, yfirleitt komumst við ekki hjá því að veiða meira en skammtinn.

Ég var að spjalla við skipstjórann um sjávarútvegsmál um daginn. Hann sagði að það væri merkilegt eins og með halann, menn eru búnir að vera að skarka þarna í rúm hundrað ár, eða lengur og alltaf, eða yfirleitt fiskur. Hann er að mestu alinn upp á Fjöllunum (skipstjórinn), en hann sagði að það væri ekkert mál að finna þorsk fyrir vestan, þótt hann væri lítt kunnugur á svæðinu. Eins er með karfann, fyrir nokkrum árum var hann alveg horfinn af halanum, nú er hann farinn að sjást aftur, stór og fallegur karfi.

Ég held að fiskurinn komi og fari, allt eftir skilyrðum í sjónum. Ráðgjöf Hafró hefur ráðið síðasta aldarfjórðunginn, samt er alltaf minnkandi veiði!!

Ingvi, þetta gengur ekki upp. Það þarf að efla rannsóknir og þróa. Það þarf að hlusta meira á reynda skipstjóra og ræða málin, ekki út frá Hafró-grunni, heldur almennum. Allir þeir skipstjórar sem ég hef rætt við, vilja meina að það sé vel hægt að veiða margfalt meira, án þess að skaða stofninn. Enda sér maður það, eftir tæpa tvo áratugi meira og minna til sjós, að stundum er mikil veiði og stundum lítil.

Þessi umræða minnir stundum á loftslagsmálin, ég held að menn viti ekki til fulls, hver eru raunveruleg áhrif veiða á stofninn í samanburði við náttúrusveiflur.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 19:29

2 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur, það eru víst tæpir þrír áratugir til sjós, tíminn líður svo fljótt.

Jón Ríkharðsson, 12.1.2010 kl. 19:32

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.Ég tek undir það að sviflur í veiði orsakast af skilyrðum.Því get ég ekki,og aldrei getað samþykkt að það sé mark takandi á togararallyinu.Sérstaklega hef ég ekki trú af því að tog-stöðvarnar eru alltaf þær sömu og á sama tíma.Skilyrðin við stöðvarnar,eru aldrei eins.

Þetta er í raun bara mín skoðun.Ég er sammála þér að ufsinn getur verið ansi brellinn.Ég get samt bendt þér á,að þegar þú hefur verið að fiska karfa á Fjöllunum,er upplagt að dýfa trollinu,á hóla,sem eru 40 sml VSV frá Jökli út á Tungunni.Þarna vill oft vera ufsi,þó það sé ekki öruggt.En þetta er í leiðinni á Halann.

Tregfiskirí á haustin þarf ekki alltaf að þýða,að það sé lítill fiskur í sjónum.Á árunum 1956-1958 ,en var ég háseti á b/v Jón Þorlákssyni RE,en Bæjarútgerð Reykjavíkur,í desember var jólatúrarnir þannig,það þurfti tvo togara á veiðum í 15 daga,til þess að annar gæti siglt með 100 tonn.Urðum við að leggjast upp að bryggju á Flateyri,til að landa á milli,og það allt í körfum .En þó var vetrarvertíðar með því besta á þessum árum.Einhvers staðar var fiskurinn.Að vísa má taka það með í reikninginn,er verið er að bera saman þann tíma og núna er að togarar hafa miklu betri fiskleitartæki,og trollið er stærra og léttara. 

Tíminn er fljótur að líða.Þér að segja,að ef þú skoðar skipin,sem ég hef verið á,hér á síðunni.Þá hef ég lengst af verið á vertíðarbátum og síðar ekki síst nótaveiðiskipum og lengst af með m/b Faxa/Fífil eða 20 ár.Því er skoðun mín á togveiðum nú, ekki mark á takandi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.1.2010 kl. 00:17

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur.

Ég hef svona grunnhugmyndir um þinn feril, frá barnsaldri hef ég lesið mikið um fiskveiðar og sklipstjóra. Þín hefur verið getið í einhverjum bókum, en ég kann þær ekki utan af. Þú þekkir hvernig þetta er úti á sjó, maður les á frívaktinni oft þreyttur eftir vaktina, þannig að sumt festist inni og annað gleymist, en ef minnið svíkur mig ekki, þá munt þú hafa þótt glöggur og farsæll skiðpstjóri. Glöggir menn geta haft réttar skoðanir á hlutum, án þess að reyna þá, þar er ég að vísa til trollreynslu þinnar. Fyrrum skipstjóri sem nú er kominn í land, leysir stundum af hjá okkur sem fyrsti stýrimaður.

Hann sagði mér, að hann hafi oft verið gáttaður á togveiðum rannsóknarskipanna. Hann fylgdist oft með togstefnunni hjá þeim og sá, að hún var röng. Straumar og önnur skilyrði skipta miklu máli varðandi togstefnu eins og þú veist. Þessi maður er ainn upp á togurum og með áratuga reynslu sem farsæll skipstjóri og fiskinn mjög. Hann gefur lítið fyrir togararallið, því hann segir þá ekkert vita hvað þeir eru að gera.

Stundum finnst mér vanta í fiskifræðina, að þorskurinn hefur sporð, sem hjálpar honum að flytjast á milli. Mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar nær ekki að blómstra, út af þröngsýni Hafró. Þeir eru kannski ekki alvitlausir, en ekki alvitrir heldur, þeir bara loka sig af í eigin heimi .

Ti gamans langar mig að segja þér frá reynslu minni af nótaveiðum. Ég leysti af í hálfan mánuð á Alberti Gk fyrir fimmtán árum. Við fórum út og fylltum strax, inn lönduðum, út aftur og fylltum í tvem til þrem köstum. Þetta er þægilegasti tíminn sem ég hef lifað til sjós. En vanir nótamenn hafa sagt mér frá hvimleiðum "pulsum" sem myndast á nótinni og búmmköstum sólahringum saman. Þess vegna langar mig ekki á nót aftur, ég vil halda í þessa góðu minningu og ekki skemma hana með einhverjum æfingum. Ég hef náttúrulega lent í öllum fjandanum í sambandi við óklár troll og allt sem því fylgir, en mér skilst að "pulsan" sé margfalt verri.

Jón Ríkharðsson, 13.1.2010 kl. 09:39

5 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll .Ég tek undir þínar athugasemdir með spekinga Hafró.

Pulsan,sem nefndir kemur af tvennskonar ástæðum.1.Ef nótin festist í nóta-skúffunni,þá teigist á teinum og garni,og um leið og nótin losnar,spinnst allt saman.".2.Á grunnu vatni,eins við suðurströndina,er eðlilegt að þetta skeður.Nótin er 40 til 50 fðm djúp,er kastað á 10 fðm.dýpi,en við snurpingu og nótin fær eitthvað viðmót,kemur þetta fyrir að hún fari í "pulsu".

Ingvi Rúnar Einarsson, 13.1.2010 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband