Enn og aftur.

Vegna ákvörðunnar ríkisstjórnar um leggja niður sjómannafrádráttinn,er hér ekki í fyrsta sinn,sem ríkisstjórnir eru að skipta sér að kjörum sjómanna.

Ég hef starfað að félagsmálum í yfir tuttugu ár.Í þeim tilfellum hef ég verið í samninganefnd sjómanna.

Í nær öll skipti hafa samningaumleitannir lendt inn hjá sáttasemjara.Þær samningaumleitannir hafa,vegna óbilgirni útgerðarmanna,endað með verkfalli.En verkföllin hafa ekki staðið lengi,vegna aðkomu ríkisstjórnar  að málum.Hún hefur sett lög á saminga, yfirleitt að vilja og forskrift útgerðarmanna.Ríkistjórnir hafa lofað ýmsum bótum,má t.d.benda á loforð um að styrkja Lífeyrissjóð sjómanna til þess að sjómenn gætu,þegar þeir væri 60 ára,farið land og notið lífeyrir.Þetta sveik ríkistjórn,og er það mál hefur farið fyrir dómsstóla,þar sem að niðurstöður ísl.dómsstóla hafa verið kært til Mannréttindadómstólsins.

En ég vil endurtaka það,að lögin voru yfirleitt að forskrift LÍÚ. Þeir höfðu ríkistjórnina í vasanum,því voru aldrei tilbúnir að semja.Það var beðið eftir verkfalli,og þá tæki ríkistjórnin við.

Ég tel að það sé ekki nokkur stétt á Íslandi hafi orðið að vinna eins oft samkvæmt lögum,líkt og sjómenn.Lög voru sett á vegna sjómannafrádráttinn,sem voru þau fáu,sem komu sjómanninum til góða og núna á að setja lög  til afmá hann.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ég held að ríkisstjórnin muni ekki leggja í að banna verkfall sjómanna nú.Samkvæmt þeim lögum sem Mannréttindadómstóll Evrópu starfar eftir er það ekki löglegt að banna verkföll.En meðan þjóðnýtingaráform ríkisstjórnarinnar hanga yfir mun LÍÚ og Landsamband smábátaeigenda að sjálfsögðu ekki gera kjarasamning nema til nokkurra daga.Reyndar eru engir skriflegir kjarasamningar til á smábátum.Það liggur fyrir að hlutaskiptasamningum hlýtur að verða sagt upp um leið og Ríkið tekur veiðiréttinn.

Sigurgeir Jónsson, 29.11.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband