Brottkast af fiski.

 

 Nýlega kom skýrsla frá Hafrannsóknarstofnun,þar sem en er því haldið fram,að þúsundir tonn af fiski,sé hendt í sjóinn.

 Ekki skal ég beint rengja það,en þó hef ég mínar efasemdir.

 Úr því að Hafró heldur þessu fram,væri ekki eðlilegt að Hafró gæfi þjóðinni áhveðnar upplýsingar.

 Rekstur stofnunnar eru meðal haldið gangandi,með svokölluðum Hafró-afli.

 Hafró-afli er sá fiskur,sem sjómenn koma með að landi,sem þeir hafa ekki kvóta fyrir.Sá fiskur er settur á fiskmarkað og seldur þar.

 Sjómenn fá lítið brot af andvirði hans,sem borgun fyrir fyrirhöfnina.Hafrannsóknarstofnun fær svo restina til reksturs.

 Ég er þeirra skoðunnar að hér er um talsverða upphæð að ræða.

 Því krefst ég:Að Hafró veiti almenningi allar þær upplýsingar.1.Hvað mikið magn er hér um ræðir,sem er landaður,sem Hafró-afli á síðasta kvóta-ári? 2.Hversu margar krónur fekk Hafró í sinn hlut?

 Ég er samfærður um að þessi reglugerð,sem var sett á,til að létta á sjómönnum,að eiga þann kost að koma með allan fisk að landi, hafi skilað sér nokkuð vel og mikið dregið úr brottkasti.

 Ég fer fram á það,þegar Hafrannsóknarstofnun,lýsir yfir sök í sjómenn um brottkast,án nokkra sannana og raka,segja alla söguna.Þar sem brottkast og Hafró-afli tengjast málefninu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitt veldur mér furðu,hvaðan hefur hafró svona nákvæmar tölur um brottkast í hverri tegund fyrir sig ? þegar þú varst skiptstjóri ´færðir þú "brottkast" í afladagbækur ? bara svona smá pæling hjá mér yfir þessari furðustofnun sem mér hefur hafró alltaf þótt vera.  kveðja

zappa (IP-tala skráð) 20.10.2009 kl. 17:23

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Zappa.Þakka athugasemdina.Ég er þér sammála, að þær tölur frá Hafró er algerlega úr lausu lofti teknar.Ég á ekki von að nokkur skipstjóri hafi fært í afladagbækur,hvort eða hvaða mikið af fiski hefur verið hendt.

Ingvi Rúnar Einarsson, 20.10.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband