Ætla yfirvöld ekkert að gera?


Ef ekkert verður gert er stórhætta að allur stofninn drepist.Ég hef áður skrifað að loka fyrir fjörðinn undir brúnni.Það hefði verið hægt með neti(jafnvel vírneti).Til stöðva innsteymi síldarinnar og til að fyrirbyggja,að fyrri atburður gæti endurtekið sig.
 
Einnig skil ég ekki hversvegna var ekki reynt að hreinsa fjörðinn,með því að koma dælubúnaði og aðdráttarneti.Það hefði verið hægt að dæla í skip,sem lægju fyrir utan.-
 
 Það eru ekki mörg ár síðan loðnu-og síldarflotinn voru yfir 60 skip,en nú eru þau 18-20.Einhvers staðar eru dælurnar sem voru í skipunum sem hætt eru.
 
 Ég er sannfærður um að það,að þarna hefði hægt að koma upp kerfi.
 
 Ef þessi nýja frétt er rétt,verður að hafa fljótar hendur að bjarga því,sem hægt er,því það mun ekki vera margir dagar til stefnu.
 
 Þarna er allt undir ráðherrum sjávarútvegs og umhverfismála,undir komið,að leyfa bræðslueigendum að reyna við verkefnið,ef þeirra væri viljinn. 

mbl.is Meiri síldardauði í Kolgrafafirði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Svandís Svavarsdóttir, og yfirstjórnin í Brussel veit ekkert um þessar staðreyndir sem þú bendir réttilega á.

Það er langsótt að sækja stjórn Íslands í gegnum allar torfærurnar á veginum til Brussel. Þetta er bara byrjunin á því rugli sem koma mun, ef við ætlum áfram að stjórna okkar landi frá degi til dags, eftir reglugerðar-rugli frá Brussel.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.2.2013 kl. 00:11

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hvernig væri að setja sjávarfallavirkjun undir brúnna og ath. hvort það myndi skila einhverju.

Ein leiðin er svo að banna síldinni að fara þarna inn. T.d. með hringlóttu merki á gulum grunni með rauðri rönd...

Ég er þó á því að best leiðin væri að fara á trillu með dyno Nobel og kasta á háhyrningana. Það myndi öruggleg skila árángri.

Hverskonar "Svan..."asöngur kæmi þá?

Sindri Karl Sigurðsson, 2.2.2013 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband