Hver er áhugi tryggingarfélaganna?

Fjármögnun þyrlakaupa. Enn og aftur er rætt um kaup eða leigu á björgunnarþyrlu.Hefur Ögmundur ráðherra lagt að lífeyrissjóðunum að koma að því máli,með því að stofna félag um kaup á þyrlu,sem ríkið myndi svo leiga.Þetta er hugsað þannig að það yrði hagstæðara fyrir ríkið,leiga af innlendum aðila og greitt yrði með íslenskum krónum.Þá spyr ég, “Þarf ekki gjaldeyri til kaupanna?.” Stofna félag til kaupanna,er kannske rétt áhvörðun,en þá þarf væntanlega marga til að koma að því máli.Lífeyrissjóðir hafa lýst yfir áhuga,gott og vel. Undirritaður hefur í gegnum félagsstörf fyrir sjómenn,oft komið að þessu máli í ræðum og riti.Allt frá því að frétt,lá fyrir að bandaríkski herinn ætti að yfirgefa landið.Við nautum sannanlega góðs af björgunarstörfum þeirra,sem verður seint þakkað. Eitt er þó það,sem ég hef aldrei skilið,í þeirri baráttu sjómanna til þyrlukaupa,af hverju tryggingafélögin hafa ekki komið að þessu máli. Ég kom oft inn á það,að bankar væru á öðru hverju horni,en tryggingafélag á hinu. Hverjir eru það,sem hagnast mest á árangri Slysavarnafélaga,Björgunarfélaga og skóla öryggismála? Svarið er án efa “Tryggingafélögin”.Sjóðir þeirra yrðu betur settir í slysavörnum,heldur en í gróðrabraski,um allan heim,sem hafa endað með ósköpum. Ég vil koma að því,að þó að það séu sjómenn,sem berjast mest fyrir þyrlukaupum,eru útköll þyrlanna yfir 60% vegna björgunnar í landi.Af þeim sökum hef ég kallað eftir skyldutryggingu ferðalanga,sem ferðaskrifstofur eiga að innheimta af sínum viðskiptavinum.
mbl.is Fagnar áhuga lífeyrissjóða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst bara að þessi mál eigi að vera í lagi, við búum á eyju.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.8.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er góður punktur hjá þér með tryggingafélögin. Annars finnst mér nauðsynlegt að ríkið beri ábyrgð á því að hafa hér a.m.k. þrjár þyrlur til taks allt árið.

Svo mætti sía meira út raunverulega þörf fyrir þyrluflutninga. Ég get ómögulega skilið af hverju einhver tognaður einstaklingur uppá Esju, brákaður forseti eða forvitinn og óvarkár fjármálaráðherra á hamfarasvæði þurfi að eyða tíma og peningum Landhelgisgæslunnar - sem annars myndu nýtast í að bjarga mannslífum!

Sumarliði Einar Daðason, 31.8.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Ásdís.Ég er þér innilega sammála.

Sumarliði.Ég er þér sammála að fleiri en ein þyrla þarf að vera til taks.Ég hef sagt að ein þyrla þyrfti að vera á hverju landshorni.En það kallar á miklu meiri mannskap,því er það talið óhentugt og kostnaðarsamt.

Þar sem þú kemur inn á að þyrlur eru kallaðar til, í mörgu leiti óþarfar ferðir í landi.Þetta er öðruvísi,ef óskað er eftir þyrlu út á sjó.Þá verður skipstjóri að vera í sambandi við lækni,og sjúkdómsgreina viðkomandi sjúkling.Það reynir á kunnáttu skipstjórans,en sem betur fer ,þá fær skipstjóri mikla kennslu í læknisfræðum.Hafa þau samskipti í mörgum tilfellum endað með því,að ekki fæst þyrla til að ná í viðkomandi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 31.8.2011 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband