Staðreynd,sem fólk vildi ekki hlusta.

Áratugnum 1970-1980 rak Jón Gunnarsson(heitinn) Sædýrasafnið í Hafnarfirði.Til að geta fjármagnað þann rekstur,leigða hann síldarbát til veiða á háhyrningum fyrir sædýrasöfn vítt um heiminn.

 En við tilkomu kvikmyndarinnar"Free Willy",var eins og flestir íbúar heimsins,töldu að veiðar á þessum kvikindum,væri mannvonska að hæsta stigi,og yrði að hætta þegar í stað.

 Mörg af "náttúruverndarsamtökum" heims græddu stórar fúlgur úr höndum fólks,sem höfðu ekki hugmynd um grimd þessara dýra og fjölda.Nú eins og menn muna var Keiko,sem var í raun annað nafn á Willy,sendur hingað heim til að hægt að sleppa honum á svæði því,sem var veiddur á.Hér voru eyddar margar milljónir í það verkefni.

 En íslenskir sjómenn vissu alltaf ,að þessi skepna var óhemju grimm,og gerðu þeim mjög erfitt fyrir,sérstaklega á reknetum(síldveiðar) eða á lúðuveiðum.Manni er það sérstaklega minnisstætt,er sjómenn fengu ameríska herinn til að henda sprengjum á reknetasvæði til að granda þeim,enda olli þeir stórskaða á veiðarfærunum.Á lúðuveiðum hrifsuðu þeim stórlúðunum af krókunum,þegar verið var að draga línuna.

 Nýlega voru sýndar sjónvarpmyndir,þar sem að háhyrningar sótti selkópa upp í fjörur,einnig hafa sjómenn orðið vitni á því,að þeir ráðast í hópum á stórhveli,líkt og úlfar og ljón ráðast á stór dýr.

Hér viða í hafinu í kringum land eru víða stórar hjarðir af háhyrningum,og þá einkunn á síldarmiðum.

Það væri ekkert að því,að drepa þúsundir af honum,en því miður veit enginn hvernig hægt væri að nýta hann.En ég teldi ekkert athugavert við það að veiða hann til að þjálfa,í dýrasöfnun líkt og áður var gert.Það yrði enginn skaði skeður.


mbl.is Háhyrningur konungur dýranna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hann heitir nú Killer Whale á ensku, svo ég held að það hafi aldrei valdið neinum miskilningi um eðlið.

Þú gleymdir að nefna að ein drap gæslumann sinn í sædýrasafni í Ameríku seinnipart árs í fyrra.  Slíkt hefur nokkrum sinnum hent, svo það er varla góð hugmynd að henda þeim í sundlaugar og innan um fólk.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.5.2011 kl. 00:05

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, þeir eru grimmar en fallegar skepnur.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2011 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband