Þau verða mörg skilyrðin.

Mörgum er það ljóst ,að þau verða mörg skilyrðin,sem Íslendingum verða gangast undir vegna umsóknar um aðild að ESB.Eitt af þeim eru hvalveiðar.

Þjóðir þær,sem eru innan ESB eru engan veginn ljóst um tilveru hvala.Þær hafa heyrt og lesið það í fjölmiðlum að hvalir,séu sjávar spendýr,sem lifa í hafinu og séu útrýmingarhættu vegna ofveiði þeirra þjóða,sem eru nánd við þessi dýr.

Ákveðin samtök nýta sér vanþekkingu þjóða,með alskonar áróðri, sem einungis er notaður til leita fjárs til starfsemina.Áróður þessi er skaðvaldur,fyrir þær þjóðir,sem eru í návígi við þessi dýr og vita hversu offjölgun þeirra er mikil.Margar tegundur  hvala eru ekki útrýmingarhættu,má þar nefna langreyði,hrefnu og ekki síður sú tegund,sem hefur verið friðuð í allt nær heila öld,en þar á ég við hnúfubak.

 Við fjölgun mannkyns,liggur það ljóst fyrir,að hafið verður sú matarkista,sem allar þjóðir reiða sig á.En til þess að halda jafnvægi í dýraríki hafsins verður að veiða fleiri hvali og seli.Ekki mæli ég til þess að veiðar á t.d.selum verði ekki til að sækja þar einungis í skinnin,heldur er hér matur,sem þjóðir hafa lifað af í gegnum aldirnar.

Annars skulum við Íslendingar ekki vera að velta okkur upp úr skilyrðum ESB.Við sem þjóð, ætlum ekki þarna inn.Það eru ákveðnir einstaklingar,sem sjá gull og græna skóga,við inngöngu í ESB.En það er bara glýja í augum þeirra.


mbl.is Skilyrði að Íslendingar hætti hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband