Refskák útgerðar.

Þegar kvótakerfið var sett á var það til verndar á fiskinum.Urðu kaflaskil um nýtingu afla,það var farið vel hráefnið.Nýjar tegundur nýttar,sem sköpuðu verðmæti.

En Adam var ekki lengi í Paradís.Leift var að veðsetja kvóta,en þá var andskotinn laus.Þetta var upphafið og græðgisómenningu íslenskt þjóðfélags.Margir seldu skipin sín,með kvótanum,þar sem gífurleg verðmæti mynduðust í þeim,fóru síðan með fjármagnið út úr greininni.Stærri útgerðir keyptu og hentu skipunum og hirtu kvótann.Sum skipin voru seld kvótalaus fyrir lágar upphæðir,en þeir keyptu urðu síðan leiga kvóta fyrir stórar upphæðir.Þær útgerðir stóðu engan veginn undir rekstri,þó að sjómennirnir,sem réðu sig á þau yrðu að taka þátt í kvótaleigunni.Hafrún ÍS 400Svona skip voru seld í brotajárn,sem tugum skipti,þar sem að þau voru orðin kvótalaus.Sóunn á verðmætum,sem var gífurleg.Það sorglegt að sjá á eftir þeim.Kannske eitt með fjögur í eftirdragi,á leið erlendis í brotajárn.

Enn er deilt um kvótann,enda á að fara að endurheimta kvótann til þjóðarinnar.En þá kemur ýmislegt í ljós,og eftir að gerast.Hverja útgerð á að skoða vegna skuldabagga,sem hvílir á útgerðinni.

Adolf Guðmundsson form.LÍÚ.segir að það sé búið að skerða aflamarkheimildir í stóra kerfinu um 40% og setja á báta undir 15 tonnum.

Nýlegar fréttir voru að Nóna ehf dóttirfélag Skinney/Þinganes, hafa fengið afskrifað 2,6 milljarða.En Nóna var skráð með 2 smábáta.

Er þarna ekki eitthvað samhengi? Stóru fyrirtækin eru stofna dóttirfyrirtæki ,sem eiga smábáta og eru sjálf að kaupa kvóta, þúsundir tonna,og færa yfir á trillurnar og leiga svo þaðan út,bæði til annara aðila,eða til sín sjálfs.

Með öðrum orðum að dótturfélögin eru rekin um braskið,fá lá úr bönkum með veð í kvótanum.Leiga ,selja og kaupa kvóta,og nota við tegundabreytinga.

Þetta ber að skoða hjá öðrum fyrirtækjum.Landsmenn eiga rétt á því,þar sem afskriftir lána lenda harðast á þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er ekki vel að mér í fiskveiðmálum en ég veit það þó að án fiskveiða værum við útdauð sem þjóð, réttlæti er eitthvað sem ég vil sjá.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2010 kl. 16:24

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Ásdís mín þakka innlitið.Það er rétt hjá þér,að án fiskveiða og siglinga,er þjóðin til lítils.En því miður skilja það ekki allir.

Fjöregg þjóðarinnar og ímynd sjómannsins var það eina,sem lítið snerist um.Þú þekkir það frá uppvaxtarárum þínum á Húsavík.Eftir það sem mér hefur skilist á skrifum þínum.

Ingvi Rúnar Einarsson, 17.10.2010 kl. 17:04

3 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Ingvi, þetta er þörf umræða sem þarf að taka og menn þurfa að komast að skynsamlegri niðurstöðu.

Umræðan um kvótamál hefur verið allt of mikið í "skotgröfum" að mínu mati.

Ég hef verið áratugi til sjós og verið hjá mörgum útgerðum. Það er langbest að vera hjá stærri útgerðunum því þar er maður öruggur með sitt auk þess sem brottkast er þar óþekkt því þær hafa það mikinn kvóta. Það er mikið meira basl í kringum þá sem þurfa að reiða sig á leigukvóta að mestu leiti, þar er maður nær tekjulaus.

Ég vil meina að þessi friðunarstefna hafi farið út í öfgar og vísa þar til Barentshafsins, þú veist hvað ég er að meina. En fyrst ákveðið var að takmarka veiðar þá hlýtur að vera hagkvæmast að minnka flotann, því allt hefði farið í tóma vitleysu ef hrúgað hefði verið allt of mörgum skipum til að veiða örfá kvikindi.

Að mörgu leiti var framsalið ekki alslæmt, það gaf mönnum kost á að hætta á sómasamlegan hátt en vissulega fór þetta út í algerar öfgar. Menn voru að stórgræða á óveiddum fiski sem er auðvitað fáránlegt. Á tímabili voru margir sem áttu báta að leigja frá sér kvóta og græddu meira á því að hafa bátanna við bryggju heldur en að fara á sjó, það segir sig sjálft að slíkt er út í hött.

En eitthvað er bogið við þetta allt saman, við vorum fyrir vestan um daginn og hefðum getað troðfyllt skipið af þorski á örfáum dögum, hann var meira að segja stærri á Halanum en hann hefur oft verið, en það mátti ekki veiða meira en fimmtíu tonn. Svo er það karfinn, við getum veitt helling af honum en þurfum að hanga í ufsa og hann er erfiður viðureignar þessa daganna.

Við höfum oft lent í því að vera að reyna við ufsa en fengið meira af karfa á ufsaslóðum. Einnig hafa margir reyndir togaraskipstjórar sagt mér að togaðferðir Hafrómanna séu ekki góðar, þeir togi ekki alltaf í rétta stefnu með tilliti til strauma osfrv., þannig að þeir fá oft villandi niðurstöður.

Það er kominn tími á alvöru rannsóknir þar sem tekið er tillit til sjónarmiða skipstjóra sem þekkja togsvæðin í kring um landið eins og lófanna á sér, reiknilíkön geta verið ágæt til hliðsjónar en þau ná ekki að útskýra hið flókna lífkerfi hafsins.

Jón Ríkharðsson, 18.10.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæll Jón.Þú kemur inn á mörg mál,sem hafa sætt gagnrýni.

Það er rétt að fyrir sjómanninn var  tryggast að vera hjá stærri útgerðum,en þó varð að líta á það,að þær útgerðir hafa haldið fiskverði niðri,miðað fiskmarkaðsverð.Þannig að það kostaði sjómanninn áhveðið fórn að fá laun sín greidd.

Hjá þeim smáu sem þurftu að reiða sig á leigukvóta,létu sjómanninn taka þátt í leiguverði.

Þú kemur inn á að framsalið hafi ekki verið alslæmt,þar sem þeir,sem hættu fengu sómasamlegan lífeyrir.En hvað með sjómennina sjálfa? Sjómenn í flotanum yrðu margir að fara í land.Ekki fengu þeir sómasamlegan lífeyrir.Á áttugasta áratugum var til Fiskveiðisjóður.Innan hans var svokallaður Stofnlánasjóður fiskiskipa.Auk þess var olíusjóður,og fleiri og fleiri,allir þessir sjóðir voru fjármagnaðir af óskiptu fiskverði.Skiptaverð lækkaði og lækkaði vegna greiðslu til þeirra.Til skýringa þá fengu útgerðarmenn lán til að kaupa skip,sem að sjómaðurinn þurfti borga.-Hvað olíusjóðnum snertir urðu sjómenn að greiða til hans.Og þá á jöfnu,það er að útgerðarmenn á bátum,sem eyddu litlu magni af olíu,fengu greitt með sér,á meðan útgerðarmenn togskipa eyddu miklu magni af olíu .Þessi mismunun er enn og eru falin í mismun skiptaverð og brúttóverði.

Af þessu sögðu áttu sjómenn stóran hlut í bátum og kvótum,en fengu lítið annað,en frímerki á afturendann.

Fór út í öfgar segir þú.Það er rétt,ég vissu að sölu skips,sem var selt á fyrsta ári veðsetningu kvóta fór á 180 milljónir,nákvæmlega samskonar skip með sama kvóta fór á 1 milljarð 4-5 árum síðar.

Allt þetta leigukvótabrask var hægt að stöðva með veiðiskyldu upp á 90%.

Ég er sammála þér,að fiskveiðistefnan með afskipti Hafrannsóknarstofnunn,er arfavitlaus.Er ég því sammála Kristni Péturssyni og Jón Kristjánssyni fiskifræðingi sjá blogg-síðu Kristins.En það er allt annað mál.

Ingvi Rúnar Einarsson, 18.10.2010 kl. 11:03

5 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll aftur Ingvi, ég er sammála þér varðandi Jón Kristjánsson. Hann hefur mikið til síns máls og ég er sannfærður um að vel hafi verið hægt að fylgja hans ráðum og þá hefði þjóðin grætt margfalt meira á sjávarútvegnum. Einnig væru fleiri skip á veiðum og það myndi skapa aukna atvinnu fyrir sjómenn.

Ég hef aldrei skilið þessa ofurtrú á Hafró, þeir hafa alloft haft rangt fyrir sér í gegnu um tíðina en ráðleggingar Jóns í Færeyjum hafa gefist vel. Gáfaðir menn hafa oftar en ekki .þurft að tapa fyrir þeim sem heimskari eru því miður.

Það sem ég sagði hér að ofan miðaðist við forsemdur þær sem farið er eftir í fiskveiðimálum hér á landi, ég tel þeir mjög hæpnar.

Jón Ríkharðsson, 18.10.2010 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband