Lánamál þjóðarinnar.

Þeir meiga eiga það framsóknarmenn að tillaga þeirra um lækkun höfuðstól lána,í þá stöðu,sem hún var í okt.2008,var eina rétta í stöðunni.

Við dóm hæstaréttar er uppnám í ríkisstjórninni og bönkum. Hvernig skal tekið á málum lántakanda á gengistryggðum lánum.Þá hlýtur að verða krafist að aðrir lántakendur,hljóti sömu málsmeðferð.(Það er þegar óskað eftir málaferlum frá aðila,sem er með verðtryggt lán).Hvað segir það okkur?Ef það fær þann dóm,að hrun bankanna eigi ekki að hafa áhrif á verðtryggingu lána,mun það taka yfir öll lán húsnæðistjórnarlána,sem og lána frá lífeyrissjóðum.

Semsagt þetta er engan veginn afstaðið,og á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en endar sjást á lánamálum þjóðarinnar.

Það er ekki bara gengistryggðu lánin,sem berja á heimilum.

Fólkið í landinu,er tilbúið að leggja fram fórnir vegna hrunsins,en þá verða allir að skerða sinn hlut með tillit til getu hvers og eins,en ekki einungis skerða hlut barnafólk,öryrkja og eldri borgara.Þar eru ekki breiðustu bökin.Hvernig væri nú,að skattleggja alla þá málflutningsmenn,sem raka saman auð við að innheimta,málflytja og endurskoða stöðu manna.Þeirra gróði er mestur,þegar harðast árar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband