Þrákelkni skapar ævivarandi óvild.

Þrákelkni þeirra,sem bera ábyrgð á hruninu og allri óeyrðinni í fjármálum,að segja af sér,verður þeim aldrei til framdráttar.Fólkið er ekki tilbúin að fyrirgefa neinum,sem ekki víkur af sviði fjármála,pólitík og öðrum málum,sem hefur dregið hefur það til örbrigðar.

Það verða fleiri atvik,sem fólk sýnir óvild við þau á stöðum,þar sem almennt fólk kemur saman.Persónulega lendir það í hremmingum,þar sem aðsúgur er gert að þeim.Þeim er ekki hlýft þó að þau séu með börn sín.

Dæmi:Einum af útrásarvíkingum ætlaði í leikhús.Þegar hann ásamt eiginkonu komu seint og þurfti,að fá fólk til að standa upp fyrir sér,en einn af þeim gestum neitaði að standa upp fyrir honum,þannig að hann neiddist til að fara út.

Dæmi 2:Ein af þeim,sem talin bera ábyrgð af fjármálasukki kom ásamt börnum sínum í verslun,sem hún hefur verslað í gegnum tíðina lenti í því,að konur gerðu aðsúg að henni.Lenti hún í orðaskaki við aðrar konur,sem voru þarna.Þetta endaði með því verslunarstjóri kom til að stilla til friðar.

Verst af öllu er að börn viðkomandi,verða fyrir barðinu á sínum jafnöldrum í skólum,íþróttasvæðum og öðrum svæðum,sem börn koma saman.Börn hlífa engum,þau eru dómhörð. Eftir að hafa hlustað á foreldra sína heima fyrir ræða um umstandið. 

Þetta segir okkur,að það er eina ráðið,hjá þeim sem eru taldir eiga ábyrgð,að víkja strax,áður en umræðan verði meiri um þeirra mál.Því meiri sem umræðan verður um viðkomandi,verður heiftin meiri í garð þeirra,sem skapar þeim og fjöldskyldu þeirra ólíft hér á þessu landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband