Andskotinn laus.

Frá því að veðsetning á kvóta,var heimiluð,hafa sjómenn yfirleitt samþykkt mótmæli gegn því á félagsfundum.Töldu þeir að hér hafi andskotinn verið leystur.

Nú þegar þjóðarskútan,sem drekkhlaðin af sukki og svínaríi,og reynt er að snúa henni,verða sjómenn þeir fyrstu til að verða því mótfallnir.Hvað hefur skeð?Er búið að heilaþvo þá?

Að vísu á sjómannaafslátturinn enga samleið,með öðrum málum,sem hér er ályktað um.

Í ályktunni er meðal annars þetta,"Það er hinsvegar sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og þeirra,sem hagsmuna eiga að gæta,að fjalla sameignlega um hugsanlegar breytingar á kerfinu".

Ég get vissulega tekið undir það,en staðreyndin er sú,að útgerðarmenn hafa ekki viljað senda sinn fulltrúa í þann hóp,sem vinnur að þessum málum.Heldur mótmælir öllu,sem lagt er til,og kemur fram í fjölmiðlum.


mbl.is Þess krafist að stjórnvöld falli frá fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Útgerðin vill ekki málamiðlun eða sanngirni. Ég lít á þetta sem ekki bara þjóðhagsmunamál þjóðarskútunnar heldur einnig mikilvægasta byggðarmálið.

Andrés Kristjánsson, 22.1.2010 kl. 00:22

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Andrés þakka innlitið.Það er vissulega rétt,að útgerðarmenn,sem eru handhafar kvótans, telja sig vera alsráðandi í öllu því,sem viðkemur hafinu.Þeir sýna hroka sinn,með því að vilja ekki eiga orðaskak við þjóðina.

Rifrildið um skötuselskvóta,segir allt um það.

Staðreyndin er sú að,að margar tegundir eiga vera utan kvóta,t.d skötuselur,úthafsrækja,rækja á Flæmska hattinum o.fl.

Kvótasetning er einungis til að búa til peninga,fyrir þá,sem fá hann úthlutað.Og þar sem að ekki er veiðiskylda að litlu leyti á þeim tegundum,eru þessar tegundir notaðar til tegundaskipta.Þar að segja,að þeir fá að veiða ýsu og ufsa í staðinn.Því er veitt meira af þeim tegundum,en úthlutað er.

Nú bíða þeir útgerðarmenn,sem veiddu makríl á síðasta ári,eftir því að fá úthlutaður kvóti,sem þeir geta selt eða notað til tegundaskipta.

Nei,það er vissulega ástæða til að endurskoða allt þetta kerfi.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.1.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Hulda Haraldsdóttir

 Sammála og í rauninni þyrfti að stokka upp nánast allt stjórnkerfi okkar hvaða nafni sem það kallast.

Hulda Haraldsdóttir, 22.1.2010 kl. 14:52

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Sæl Hulda.Gaman að sjá þig.

Ingvi Rúnar Einarsson, 22.1.2010 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband