Nú er lag.

Eins og  kemur fram hjá fulltrúa ESB,að það sé full þörf eða skoða bankahrunið og aðdraganda þess upp frá grunni.

Eva Joly bendir hér á mikilsverðar upplýsingar,og er sama sinnis,að fara á byrjunnarreit.Allt málið hefur verið unnið,eftir regluverki,sem enginn skilur.Það virtist vera að,allir samingaaðilar t.d.í ICESAVE-málinu,unnið með því hugarfari að koma ár sinni fyrir borð eða ekki nennt að finna alla þá fleti sem eru á málinu.

Má þar nefna hryðjuverkalög Gordon Brown,neyðarlög Íslendinga og ICESAVE-málið.Og margt fleira sem skiptir máli.

Steingrímur þarf vissalega finna sér,fylgdarlið valinkunna manna(Ekki væri það úr vegi að EVA JOLY fengist til að vera með),þverpolitíska,sem og annara kunnáttumanna,sem bera hag þjóðarinnar fyrir brjósti.Menn umfram allt haldið ró sinni og flana ekki að einhverju,sem ekki er raunhæft.Það þarf að leita ekki aðeins hér á landi,heldur um víða veröld.Það hafa margir erlendum spekingum,sem hafa látið málið til sín taka,og skrifað greinar um okkar stöður,sem eru jákvæðar,leitið þá uppi,og fáið þá í lið með ykkur.

Þjóðaratkvæðagreiðsla hefur bara áframhaldandi misklíð hér á landi.Því verður að hefja sókn að nýju og það strax.


mbl.is Joly: Átti ekki að takast á við hrun heils bankakerfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!

Vil vekja athygli á þessu:

Hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 7.1.2010 kl. 23:35

2 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka fyrir innlitið Einar.

Fjölmiðlar eru oft fljótir að koma með yfirlýsingar.Þá er mesta fréttin,sem hneislar nógu marga.Þá skiptir litlu máli hvort fréttin sé röng.Aðalatriðið er að hún seljist.Það tekur lengri tíma til að láta þá éta það ofan í sig,að þeir hafi haft rangt við.

 Sama gildir með stjórnmálamenn.Tökum dæmi Jóhönnu og Steingrím.Þau þykjast vera slökkva einhverja elda,sem Forseti Íslands hefði kveikt.Stað reyndin er sú,að hann opnaði augu manna,og hefur fyllt því eftir,í fjölmiðlum erlendis.

Því segi ég aftur.Nú er lag,því öldur hafa lækkað,og brotin hafa hægt um sig.Grípum lagið og snúum baki við ICESAVE-samningunum,og hefjum nýja sókn og skoðum allt frá grunni.Þá náum við að lenda þjóðarskútinni farsællega.

Ingvi Rúnar Einarsson, 8.1.2010 kl. 00:58

3 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ALLT ÞETTA MÁL BER KEIM AF SAMSUÐU PÓLITÍSKRAR BARÁTTU OG  að vinna sig í álit stórþjóða en ekki heilbrigðrar skynsemi.

 Þjóðin mun eiga erfitt að taka afstöðu þar sem aðeins toppur Ísjakans er synilegur almenningi.

Til þess þarf fagfólk - ekki serhagsmunahópa.

 Engin þjóð hefur búist við að Islensk stjórnvöld settu allt á annan endann til að gera landsmenn að þrælum.

  Og setja allt í biðstöðu svo þeir gætu skriðið í kjöltu Breta og látið ræna sig.

Veit ekki hversu langt þetta lið gengur- en það allavega ferðast langt- á okkar kostnað.

K.Kv Erla Magna

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.1.2010 kl. 21:19

4 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Þakka þér Erla,ég vissulega sammála þér.

Það er talið að íslenska þjóðin sé það stolt,að ekki sé hægt að gera við hana samning vegna þess að hún vill yfirleitt allt eða ekkert.

Það færi vel á því.En því miður er hluti af ríkisstjórninni,er tilbúinn að fórna öllu,hvort það sé stoltinu,sjálfstæði og auðæfum,til þess að komast inn í ESB.Sá hluti vílar sér ekki fyrir því,að koma skríðandi og tilbiðjandi um vorkunn.

Hverskonar samning gætum við þá vonast eftir.Ráðamenn ESB snúa vopni okkar sér í vil.Þeir segja"Við viljum allt,þið fáið ekkert".

Ingvi Rúnar Einarsson, 10.1.2010 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband